top of page

BÓKASAFN FRJÁLSHYGGJUMANNSINS

Hér má sjá margvíslegar bækur sem fjalla um frjálshyggju og kommúnisma. Markmið vefsins er að safna saman á einn stað góðu safni bóka um þessi málefni. Margar bókanna voru gefnar fyrst út fyrir margt löngu og eru hér  komnar á rafrænt form í fyrsta sinn. Einnig eru hér nýrri bækur sem birtar eru með leyfi höfunda og útgefenda.

 

Flestar bækur safnsins eru hýstar á bókasvæði Google svo þær séu að fullu aðgengilegar í leitarvélum. Þá eru margar bókanna aðgengilegar sem rafbækur fyrir þar til gerð tæki. Skoða þarf hverja bók fyrir sig á til þess að sjá slíka möguleika.

Rit um frjálshyggju

Man, Economy and State, with Power and Market

Höfundur: Murray N. Rothbard

Bókin, gjaldfrjáls, á PDF-, hljóðbókar- og rafbókarformi: 

https://mises.org/library/man-economy-and-state-power-and-market

Bókin á pappírsformi á Amazon.co.uk:

http://www.amazon.co.uk/Man-Economy-State-Power-Market-ebook/dp/B0022NHOSE

 

Fyrir marga frjálshyggjumenn er þetta eitt af höfuðritum hugmyndafræðinnar. Hugmyndafræðin er byggð upp rökfræðilega, skref fyrir skref, og smátt og smátt er henni beitt á ýmis viðfangsefni í samfélaginu. Skilningur á efni þessarar bókar hefur hjálpað mörgum frjálshyggjumanninum að mynda sér heildstæða og rökfasta afstöðu til ríkisvaldsins, einstaklingsfrelsisins og frjálshyggjunnar í breiðum skilningi.

 

Defending the Undefandable

Höfundur: Walter Block

Bókin, gjaldfrjáls, á PDF-, hljóðbókar- og rafbókarformi: 

https://mises.org/library/defending-undefendable

Bókin á pappírsformi á Amazon.com:

http://www.amazon.com/Defending-Undefendable-Walter-Block/dp/1933550171/

 

Í þessari bók fer frjálshyggjumaðurinn Walter Block yfir ýmis umdeild svið í samfélaginu og rökstyður af hverju athafnir þeirra sem að þeim koma og sem og gjörðir fela í sér verðmæta þjónustu sem við myndum sakna og ber ekki að leggja boð og bönn við. Sem dæmi má nefna okurlánarann, fjárkúgarann og vændiskonuna. Bókin er góð fyrir þá sem vilja ögra viðteknum skoðunum og um leið eigin hugmyndum um hvað er rétt og hvað er rangt og hvað er óæskilegt en ætti um leið að vera löglegt. 

 

The Politics of Obedience: The Discourse of Voluntary Servitude

Höfundur: Etienne de la Boétie

Bókin, gjaldfrjáls, á PDF-, hljóðbókar- og rafbókarformi: 

https://mises.org/library/politics-obedience-discourse-voluntary-servitude

Bókin á pappírsformi á Amazon.co.uk:

http://www.amazon.co.uk/Politics-Obedience-Discourse-Voluntary-Servitude/dp/1610161238/

 

Þessi fræga bók var skrifuð snemma á 16. öld og hafði þá mikil áhrif á þá sem hana lásu og hið sama á við enn þann dag í dag. Í henni veltir höfundir því fyrir sér hvers vegna við leggjumst varnarlaus niður þegar ríkisvaldið fer um og hirðir af okkur eigur og frelsi. Sannarlega klassískt rit sem hefur staðist tímans tönn. 

Rit um kommúnisma

Greinar um kommúnisma

Greinar um kommúnisma

Konur í þrælakistum Stalíns

Konur í þrælakistum Stalíns

Úr álögum

Úr álögum

Önnur bókasöfn

Classics of Liberty

Classics of Liberty

bottom of page