top of page

Sveitarfélög og svæðisþjónusta

Með einkavæðingu flestrar þjónustu sem hið opinbera veitir verður varla þörf fyrir sérstök sveitarfélög. Þau munu því leggjast af í núverandi mynd.

 

Á einstökum svæðum fara hagsmunir margra húseigenda gjarnan saman. Eðlilegt er að þeir séu þá aðilar að sérstökum félögum, svipuðum veiðifélögum og húsfélögum, sem sjái um að kaupa ýmsa þjónustu fyrir þeirra hönd, svo sem þjónustu slökkviliðs og öryggisþjónustu. Að sumu leyti er skynsamlegt að þessi svæði séu lítil, svo auðvelt sé að flytjast á milli þeirra. Í kafla um samgöngumál er fjallað um hvernig húseigendur geta sameinast um að greiða kostnað við gatnagerð.

 

Þegar ný hverfi eru byggð kunna að vera gerðir samningar fyrirfram um slökkviþjónustu, öryggisþjónustu og gatnagerð. Þannig munu þeir sem kaupa hús í slíkum hverfum gangast við ákveðnum skilmálum um slíkt við kaupin. Með þessu fyrirkomulagi mun þörfum neytenda verða betur mætt en nú er.

bottom of page